Um AOPA Ísland

AOPA á Íslandi snýst um frelsið í flugi – að viðhalda því og efla.

Félagið er aðili að IAOPA (The International Council), félagi flugmanna og flugvélaeigenda. IAOPA er alþjóðlegt félag með 470.000 félagsmenn í 66 löndum þar af 32 í Evrópu með yfir 24.000 félaga.

IAOPA tekur þátt í ákvarðanatöku með alþjóðastofnunum á við ICAO, EASA, EUROCONTROL o.fl.

Hvort sem þú ert flugnemi, einkaflugmaður, flugvélaeigandi, flugrekandi eða atvinnuflugmaður þá ver AOPA hagsmuni þína.