Dagskrá 2020
júní Samflug
25. júlí Flugdagur SKB, Múlakoti
31. júlí ─ 2. ágúst Múlakotshátíðin 2020
síðar í ágúst Samflug
haustið Öryggisfundur
desember Jólahlaðborð
Flugdagur SKB, Múlakoti
Eins og undanfarin 15 ár fjölmenna flugmenn í Múlakoti 25. júlí nk. Þar verða farnir flugtúrar með krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, en krakkarnir eru í útilegu á svæðinu um þessa helgi. Þessi samvinna við Styrktarfélag Krabbameinssjúkra Barna hefur lengi skilað stórum brosum, og ætti enginn að láta sig vanta.
Dagurinn byrjar fyrir flugmenn sem vilja taka þátt á kaffi kl. 11:00 í félagsheimili AOPA í fluggörðum áður en lagt er af stað, en aðrir koma sér sjálfir á Múlakot. Ætlað að flugferðir fari fram milli 13:00 og 16:30.

Múlakot 2020
Því miður hefur Múlakotshátíðinni 2020 verið aflýst sökum nýrra sóttvarnarreglna.
Birt 30. júlí 2020 kl. 12:50
