Kertafleyting verður á Þingvallavatni á morgun þriðjudaginn 12. apríl, í minningu Hadda flugmanns, ljósmyndara, og fyrrverandi formanns AOPA, en hann hefði orðið 50 ára á morgun.
Fyrir þau sem hafa áhuga þá fer rúta frá AOPA húsinu við Reykjavikurflugvöll kl. 16:00 á morgun. kertafleytingin er fyrirhuguð kl. 17:00 í víkinni þar sem björgunarsveirnar voru með stjórnstöðina. þau sem hafa áhuga á að fara með rútunni eru beðin að láta vita.
Einnig verður farið í samflug frá AOPA húsinu kl. 16:30 og þeir/þær sem mundu vilja taka þátt, vinsamlega látið líka vita. Mæting kl. 16:00 á flugplaninu við AOPA.
Kl. 19 verður síðan opið hús í AOPA húsinu frameftir kvöldi þar sem boðið verður upp á léttar veitinga og eru allir velkomnir.